Trommuleikarinn landsfrægi Benedikt Brynleifsson verður með masterclass/sýnikennslu í boði tónlistarskólanna í Suðurnesjabæ, fimmtudaginn 21. mars kl.17:30. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Viðburðurinn fer fram í Sæborg, sal tónlistarskólans í Garði, Garðbraut 69a.

Benedikt er eftirsóttur trommuleikari á Íslandi og hefur m.a. leikið með Mannakornum, Todmobile, Páli Óskari, Friðrik Ómari, KK, 200.000 Naglbítum og mörgum fleiri jafnt inn á hljómplötur sem og á tónleikum. Hann ætlar að sýna listir sínar sem og spjalla við áhorfendur um starf sitt sem trommuleikari.