- Nemendum ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir. Tilkynna ber forföll til viðkomandi kennara, í síma Tónlistarskólans 425 3155 eða með tölvupósti á [email protected]
- Almenn kurteisi er áskilin.
- Nemandi skal koma vel undirbúinn í tíma.
- Kennara er ekki skylt að bæta upp þær kennslustundir er kunna að falla niður vegna veikinda hans eða nemanda. Veikist kennari til langs tíma, reynir skólinn að útvega forfallakennara.
- Nemendur skulu ganga vel og snyrtilega um skólann og eigur hans.
- Góð umgengni og góð meðferð hljóðfæra er áskilin.
- Nemendum er bannað að lána hljóðfæri sem þeir eru með á leigu. Viðhald hljóðfæris á lánstímanum og skemmdir af völdum slæmrar meðferðar eru á kostnað nemenda.
- Mæti nemandi ekki í tvær kennslustundir í röð án forfallatilkynningar skal kennari hafa samband við foreldra/forráðamenn og skólastjóra.
- Nemanda ber að mæta á alla tónleika, tónfundi, samspilstíma og tónfræðatíma sem honum er ætlað.
- Komi nemandi fram opinberlega utan tónlistarskólans skal hann gera það í samráði við tónlistarkennara.
- Snyrtilegur klæðnaður og prúðmennska nemenda skal ávallt viðhöfð á tónleikum skólans.