Tónlistarskóli Sandgerðis
Skólastræti
245 Sandgerðisbær
Sími 425 3155
netfang: [email protected]

Halldór Lárusson
skólastjóri
Gsm 893 0019
netfang: [email protected]

Tónlistarskóli Sandgerðis

Tónlistarskóli Sandgerðis var stofnaður í janúar 1981 og var Margrét Pálmadóttir ráðin skólastjóri. Skólinn var fyrst í stað útibú frá Tónlistarskóla Njarðvíkur en hafði þó strax eigin skólastjóra, kennara og skólanefnd. Kennsla hófst í lok janúar, þann vetur fór öll kennsla fram í einu herbergi Grunnskóla Sandgerðis. Á haustdögum 1981 var útséð með að starfsemin þyrfti meira kennslurými með auknum nemendafjölda. Haustið1981 fékk Tónlistarskóli Sandgerðis afnot af neðri hæð húss að Hlíðargötu 20 og var starfræktur þar til vors 1996. Haustið 1996 flutti skólinn starfsemi sína í vesturálmu grunnskólans og starfar þar enn í dag.

Skólastjórar Tónlistarskóla Sandgerðis frá upphafi:

 • Margrét Pálmadóttir 1981-1984
 • Björg Ólínudóttir 1984-1986
 • Sigurður Jónsson 1986-1987
 • Frank Herlufsen 1987-1988
 • Skólanefnd Tónlistarskóla Sandgerðis 1988-1989:                                                                                                                                                               Ásgeir Beinteinsson, Lilja Hafsteinsdóttir, Guðmundína Kristjánsdóttir.
 • Oddný Jóna Þorsteinsdóttir 1989-1991
 • Ester Ólafsdóttir 1991-1994
 • Lilja Hafsteinsdóttir 1994-2013
 • Halldór Lárusson 2013 –

Hlutverk og leiðarljós

 • Gildi tónlistarnáms er margþætt. Markvisst tónlistaruppeldi miðar að auknum þroska einstaklinga, þjálfar huga og eflir tjáningarhæfni nemenda. Auk þess veitir gott tónlistarnám lífsfyllingu og hefur víðtækt félagslegt gildi.
 • Tónlistarskólinn gegnir lykilhlutverki við miðlun tónlistarþekkingar og þróun tónlistarlífs í bæjarfélaginu. Skólinn þjónar breiðum hópi tónlistaráhugafólks á ýmsum aldri, jafnt þeim sem stunda námið sér til ánægju og þeim sem hyggjast leggja tónlistina fyrir sig. Mikilvægt er að tónlistarnám veki ánægju og örvi nemendur til að iðka tónlist og njóta hennar.

Meginmarkmið

 • Stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist, hlusta á tónlist og njóta hennar, m.a. með því að þjálfa tóneyra þeirra og einbeitingu, veita þeim fræðslu og aukna færni á sviði hljóðfæraleiks, söngs og tónfræðagreina.
 • Búa nemendur undir að geta iðkað tónlist upp á eigin spýtur, m.a. með því að veita undirstöðuþekkingu, efla sjálfsaga og sjálfstæð vinnubrögð nemenda, jafnframt því að örva þá til að leika tónlist og syngja, bæði eina og með öðrum.
 • Búa nemendur undir nám í tónlist og skyldum greinum á háskólastigi, m.a veita þeim góða tæknilega tilsögn í hljóðfæraleik og söng, markvissa þjálfun í tónfræðigreinum og tækifæri til að koma fram.