Tónlistarskólarnir í Sandgerði & Garði í samstarfi við Jazzfjelag Suðurnesjabæjar kynna:

Kvintett Sigurðar Flosasonar og Hans Olding leika á Bókasafni Sandgerðis fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:00. Ókeypis aðgangur.

Kvintettinn skipa: Sigurður Flosason: saxófónn, Hans Olding: gítar, Nils Janson: trompet, Þorgrímur Jónsson: kontrabassi, Einar Scheving: trommur.

Sigurður Flosason og Hans Olding hafa unnið saman nokkur undanfarin ár. Þeir hafa komið fram á tónleikum bæði á Íslandi og í Svíþjóð og hafa auk þess sent frá sér plötu með eigin útsetningum af brasilískri tónlist. Hér bjóða þeir fram kvintett með framúrskarandi samverkamönnum frá báðum löndum og spennandi efnisskrá eigin verka.

Nemendur eru sérstaklega velkomnir og hvattir til að mæta.