Vikuna 22. – 26. mars þreyta nemendur vorpróf í tónlistarskólanum. Engin hefðbundin kennsla verður þá viku né tónfræðikennsla.

Nemendur tónlistarskólans eru nú  á fullu við að aðstoða við árshátíð Sandgerðisskóla en þemað að þessu sinni er Bubbi Morthens. Nemendur tónlistarskólans sjá um undirleik og kennarar um utanumhald æfinga og útsetningar.

Páskafrí hefst 27. mars og kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 6. apríl.