Góðan dag, 
Skert starfsemi Suðurnesjabæjar:
Í ljósi þess að heitt vatn er farið á Suðurnesjum þarf að grípa til lokana víða í starfsemi sveitarfélagsins og þar til varalögn kemst í gagnið.
Gera má ráð fyrir að heitt vatn haldist á a.m.k. hluta af bænum fram eftir nóttu.
Fimmtudagur 8. febrúar
·         Sundlaugum hefur verið lokað
·         Íþróttamiðstöðvum hefur verið lokað
·         Félagsmiðstöðvar loka kl.17
·         Leik- og grunnskólar ásamt tónlistarskólum starfa til kl. 16:00 að öllu óbreyttu.
·         Ráðhús lokar kl. 16:00
Föstudagur 9. febrúar (og á meðan ekki er heitt vatn á sveitarfélaginu)
 
·         Allt skólastarf í leik- og grunnskólum auk tónlistarskólum fellur niður.
·         Öll íþróttamannvirki  og sundlaugar verða lokuð.
·         Starfsemi Velferðarsviðs verður með eftirfarandi hætti:
.         Hefðbundin starfsemi í sérstöku búsetuúrræði að Lækjamótum
o   Björgin í Reykjanesbæ verður lokuð – opið í Lautinni
o   Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ – verður lokuð
o   Dagdvöl og félagsstarf aldraðra í Miðhúsum og í Auðarstofu – verður lokuð
o   Heima- og stuðningsþjónusta verður skert en haldið verður uppi nauðsynlegri þjónustu.
·         Ráðhús – verða lokuð, hægt að hringja í síma 425-3000 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]