Klassískur píanókennari óskast í 40-50% stöðu auk þess að sinna meðleik og fleiri greinum.

Rytmískur píanókennari óskast í 40-50% stöðu

Tónlistarskóli Sandgerðis er öflugur, lifandi tónlistarskóli þar sem ríkir góður andi. Skólinn leggur áherslu á lifandi, fjölbreytt starf sem er sýnilegt í samfélaginu. Blómlegt hljómsveita, samleiks og kórastarf er innan skólans.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum sem sýna frumkvæði og sveigjanleika í starfi og eru virkir í tónlistarlífinu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Kennsla nemenda á píanó.
Spila með nemendum skólans á tónleikum og í áfangaprófum.
Viðkomandi þarf að geta leitt samspil.
Kostur er að viðkomandi geti tekið að sér kennslu í fleiri greinum og/eða leikið á fleiri hljóðfæri.

Hæfniskröfur:

Háskólapróf í tónlist æskilegt eða tónlistarnám og reynsla sem nýtist í starfi
Reynsla af kennslustörfum og meðleik æskileg
Góð félagsleg færni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Mikill kostur er að viðkomandi sé virk tónlistarmanneskja í íslensku og/eða alþjóðlegu tónlistarlífi

Samkvæmt lögum um tónlistarskóla er skilyrði að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag tónlistarkennara/ félags íslenskra hljómlistarmanna.

Ráðið er í öll störf óháð kyni og er umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2023. Ferilskrá og kynningarbréf merkt „Umsókn um starf tónlistarkennara“, berist til Tónlistarskóla Sandgerðis á netfangið [email protected]

Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldór Lárusson, skólastjóri, netfang: [email protected], eða í síma 425 3155.