Laugardaginn 15. apríl fór fram borgaraleg ferming á sal Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Tónlistarskóli Sandgerðis var beðinn um að sjá um tónlistaratriði og var það Theodór Elmar píanónemandi sem lék við hátíðlega athöfn. Hann lék lagið Kvöldsigling eftir Gísla Helgason og var sjálfum sér og tónlistarskólanum til mikils sóma.