Það er í mörg horn að líta í tónlistarskólanum þessa dagana. Nemendur og kennarar eru á ferð og flugi með tónlistaratriði t.d. í stóru upplestrarkeppninni,  opnun sýningar á Byggðasafninu, afhending úr menningarsjóði í Sjólyst, heimsóknir i Miðhús, tónfundir á bókasafni og margt fleira.

Undirbúningur fyrir áfangapróf og námsmat eru í gangi sem og æfingar fyrir veglega vortónleika skólans 25. maí næstkomandi.

Einnig er skólinn að opna hljóðupptökuver þar sem verður hægt að taka upp tónlist og hljóðvinna. Nemendur fá að kynnast og læra um hljóðversvinnu og eftirvinnslu á tónlist.