Vortónleikar og skólaslit Tónlistarskóla Sandgerðis verða haldin næstkomandi laugardag, 21. maí kl.10:30 á sal Sandgerðisskóla. Í lok tónleikanna taka nemendur á móti vitnisburði frá kennara sínum og viðurkenningar verða veittar.

Við höfum undirbúið glæsilega tónleikadagskrá og eru tónleikarnir öllum opnir.