Kæru nemendur/foreldrar,
Þann 4. maí kemur skólahald tónlistarskólans til með að falla í eðlilegar skorður. Þá tekur hefðbundin stundatafla við eins og var, áður en samkomubann/fjarkennsla hófst. Við virðum 2 metra regluna í einkatímum að sjáfsögðu og biðjum nemendur að gæta ítrasta hreinlætis og þvo sér um hendur og spritta áður en tímar hefjast.
Ef þið munið ekki tímana ykkar eins og þeir voru fyrir samkomubann, hafið þá samband við kennara ykkar.
Hlökkum til að sjá ykkur í eigin persónu þann 4.maí!
Kær kveðja,
Skólastjóri