Það er í mörgu að snúast í tónlistarskólanum þessa dagana. Bæði nemendur og kennarar á ferð og flugi.
Jólatónleikar barnakóra með Diljá & Þorsteini Helga voru haldnir 6.des., jólatónleikar tónlistarskólans 9. des. & í þessari viku heimsækir skólinn leikskólann Sólborg, leikur fyrir eldri borgara í Miðhúsum & á aðventuhátið í dagdvölinni á Garðvangi. Einnig koma nemendur & barnakór fram á aðventuhátíð í Sandgerðiskirkju næstkomandi sunnudag, 17. des.
Skólastarfi lýkur með því að kennarar skólans leika á jólatrésskemmtun Sandgerðisskóla miðvikudaginn 20.des.
Skólastarf hefst að jólafríi loknu 4. janúar 2024