Í næstu viku, 26.-30. janúar er samskiptavika í tónlistarskólanum. Aðstandendur verða boðaðir í tíma með nemendum í spjall.
Vikuna á eftir, 2.-6. febrúar er tónfundavika en þá leika nemendur fyrir hvor aðra og aðstandendur.
Nokkrir nemendur tónistarskólans taka þátt í uppsetningu Leikfélags Keflavíkur á söngleiknum “We Will Rock You” sem byggður er á lögum hljómsveitarinnar Queen. Æfingar eru þegar hafnar og æfir nú hljómsveitin stíft í Tónlistarskóla Sandgerðis. Frumsýning er fyrirhuguð 6. mars 2026.