Á næstu tónleikum Jazzfjelags Suðurnesjabæjar, fimmtudaginn 6. febrúar, kemur fram tríó píanóleikarans Agnars Más Magnússonar. Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson leikur á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Þeir munu flytja nýjar útsetningar af þjóðlögum og rímum útfærðum fyrir píanótríó undir yfirskriftinni „Ísaspöng af andans hyl“.
Fyrir margt löngu gaf Agnar út geisladiskinn “Láð” sem var að stórum hluta byggður á þjóðlegum tónlistararfi. Nú hefur hann tekið saman meira efni úr þeim ranni og útfært fyrir sama tríó og lék á Láði. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er aðgangur ókeypis.