Ljóst er að tónlistarkennsla raskast töluvert næstu vikurnar vegna Covid 19. Öll hópakennsla fellur niður; samspil, kór, forskóli og hljóðfæraval 4.bekkjar.
Einkakennsla heldur áfram.
Vegna skipulagsbreytinga hjá Sandgerðisskóla vegna Covid 19 geta grunnskólanemendur ekki fengið að fara úr tíma til að stunda tónlistarnám eins og verið hefur. Því verða tónlistarkennarar skólans í sambandi við nemendur til að setja niður nýja tíma, annaðhvort eftir að skóla lýkur eða áður en hann hefst, á meðan ástandið varir. Kennsla getur mögulega skerst eitthvað en starsfólk reynir að tryggja öllum tónlistarkennslu eftir bestu getu.
Athugið að einungis starsfólki og nemendum skólans er heimill aðgangur að skólabyggingunni. Engar utanaðkomandi heimsóknir eru leyfðar. Gangur milli tónlistarskóla og grunnskóla er nú lokaður og óheimilt að ganga þar í gegn.