Vikurnar fyrir jól er mikið um að vera í tónlistarskólanum. Jólatónleikar yngri nemenda verða miðvikudaginn 4. des í bókasafninu kl.17:30. Jólatónleikar eldri nemenda, samspila og hljómsveita verða laugardaginn 7. des á sal Sandgerðisskóla kl.10:30.

Athugið að vikurnar fyrir tónleika getur skólastarf riðlast vegna aukaæfinga og undirbúnings fyrir tónleika.

Síðustu vikurnar fram að jólum, 9. til 20. des verður hefðbundin kennsla ásamt því að nemendur og kennarar heimsækja stofnanir t.d. Miðhús og leika fyrir gesti og gangandi. Jólasamverur verða haldnar o.fl. Jólafrí hefst 20. desember og kennsla hefst á nýju ári 7. janúar 2025.