Í vetur hefst tólfta starfsár barnakórsins. Starfið verður mjög blómlegt í vetur og vonumst við til að sjá sem flesta sem hafa áhuga á söng eða vilja vera í skemmtilegum hóp og hafa gaman.
Meðal verkefna í vetur hjá yngri kór eru lög úr söngleikjunum Matthildi, Bláa hnettinum og Ronju ræningjadóttur, ásamt fleiri lögum úr ýmsum áttum.
Hjá eldri kór verðum við með lög úr kvikmyndum; (A star is born, The greatest showman), ýmis popplög og fleira skemmtilegt. Í eldri kór fá meðlimir einnig tækifæri til að prufa að syngja í míkrafón ef þeir óska.
Æfingar yngri kórs verða á þriðjudögum kl.13.25.
Æfingar eldri kórs verða á fimmtudögum kl.14.00.
Yngri kór er fyrir 2.-4.bekk. Eldri kór er fyrir 5.bekk og eldri.
Margt skemmtilegt verður á dagskránni í vetur: æfingabúðir, tónleikar, náttfatapartý, jólatónleikar, vorferð og fleira skemmtilegt.
Skráning er hafin hjá Ingu, ritara Sandgerðisskóla eða hjá Sigurbjörgu kórstjóra s: 6977974. Einnig er hægt að skrá sig á facebook-síðu kórsins.
Hlökkum til að sjá sem flesta, gamla og nýja meðlimi!