Listasmiðja var haldin dagana 12. og 13. maí á vegum “List fyrir alla” verkefnisins og Listaháskóla Íslands. Tveir nemendur úr listkennsludeild LHÍ, þeir Andrés Þór Gunnlaugsson og Hilmar Jensson sem einnig eru landskunnir tónlistarmenn stýrðu smiðjunni en nemendur sem komu úr báðum tónlistarskólum Suðurnesjabæjar sömdu heil þrjú lög og æfðu eitt tökulag sem þau fluttu á glæsilegum tónleikum á bókasafninu