Máfurinn – Tónlistarsmiðja

Máfurinn tónlistarsmiðja er ókeypis smiðja hugsuð fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og sköpun.
Engin fyrri tónlistarmenntun er nauðsynleg til þátttöku og smiðjan því opin öllum áhugasömum krökkum.
Nemendur semja tónverk, fara í spunaleiki og spila bæði saman og fyrir hvert annað á ýmis hljóðfæri. Smiðjan er fjölbreytt, skemmtileg og hentar vel fyrir frumlega krakka.

Máfurinn er hluti af Skelin – Barnamenningarhátíð í Suðurnesjabæ