Skólakór Sandgerðisskóla byrjaði haustið á því að fara á Landsmót barnakóra í lok september. Landsmótið var fyrir kórbörn í 5.bekk og eldri. Landsmótið var haldið á Hvolsvelli og endaði það með stórum tónleikum á sunnudeginum. Kórinn söng ásamt 11 öðrum barnakórum.

Í október söng barnakórinn í fjölskyldumessu í Sandgerðiskirkju.

Þann 10.nóvember tekur allur kórinn þátt í barnakóramóti í Vídalínskirkju, Garðabæ ásamt 5 öðrum kórum. Sérstakir gestir sem syngja með kórunum eru Friðrik Ómar Hjörleifsson og bræðurnir í VÆB.

Þann 16.nóvember munu svo nokkur eldri börn úr kórnum syngja tónlist úr óperunni um Hans og Grétu á óperu gala tónleikum á vegum Norðuróps sem fara fram í Hljómahöll.

Í desember er alltaf mikið að gerast hjá kórnum; aðventutónleikar, jólaheimsóknir, jólaskemmtun, samverur og jólanáttfatapartý. Semsagt, nóg að gerast hjá kórnum og Sigurbjörgu Hjálmarsdóttur sem leiðir starfið af miklum glæsibrag!