Nú líður að því að kennsla hefjist á ný í tónlistarskóla Sandgerðis. Fyrsti formlegi kennsludagur er mánudagurinn 26. ágúst. Dagana á undan munu kennarar verða í sambandi við nemendur og setja niður tíma.

Nýr kennari hefur störf á nýju skólaári en það er Sveinbjörn Ólafsson sem tekur við gítar og bassakennslu. Þess er gaman að geta að Sveinbjörn er uppalinn í Sandgerði og er fyrrum nemandi við tónlistarskólann. Hann lauk lokaprófi frá Tónlistarskóla FÍH og stundar nám við Listaháskóla Íslands sem og nám í kennslufræðum við Berklee College of Music. Við bjóðum Sveinbjörn hjartanlega velkominn í hópinn!