Þessa vikuna þreyta nokkrir nemendur áfangapróf, vorpróf og kennarar vinna námsmat. Þetta er síðasta kennsluvikan fyrir páskafrí en kennsla hefst að páskafríi loknu miðvikudaginn 23. apríl. Áfangaprófin eru gerð í samfloti með Tónlistarskólanum í Garði þar sem prófin fara einnig fram.
Eftir páska fer undirbúningur fyrir tvenna vortónleika á fullt, samspils og hljómsveitaræfingar, upptökur og fleira. Það er alltaf líf og fjör í tónlistarskólanum!