Skólanámskrá Tónlistarskóla Sandgerðis kemur hér út í fyrsta sinn, á tuttugasta og fimmta afmælisári skólans. Í námskránni er leitast við að gefa heildarmynd af starfsemi skólans, þar á meðal skipulagi, námi, kennslu og uppbyggingu skólastarfsins. Einnig er í henni að finna stutt ágrip af sögu skólans.
Tónlistarskólinn gegnir lykilhlutverki við miðlun tónlistarþekkingar og þróun tónlistarlífs í bæjarfélaginu. Skólinn þjónar breiðum hópi tónlistaráhugafólks á ýmsum aldri, jafn þeim sem stunda námið sér til ánægju og þeim sem hyggjast leggja tónlistina fyrir sig. Mikilvægt er að tónlistarnám veki ánægju og örvi nemendur til að iðka tónlist og njóta hennar.
Þess er vænst að skólanámskrá Tónlistarskóla Sandgerðis komi nemendum, foreldrum og forráðamönnum barna í skólanum að góðu gagni.
Smellið hér til að skoða alla Skólanámskrána á pdf sniði.