- Nemendum ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir. Tilkynna ber forföll til viðkomandi kennara og/eða skólans.
- Almenn kurteisi er áskilin.
- Nemandi skal koma vel undirbúinn í tíma.
- Notkun snjalltækja er ekki leyfð nema í námslegum tilgangi og þá með leyfi kennara.
- Kennara er ekki skylt að bæta upp þær kennslustundir er kunna að falla niður vegna veikinda hans eða nemanda. Veikist kennari til langs tíma, reynir skólinn að útvega forfallakennara.
- Nemendur skulu ganga vel og snyrtilega um skólann og eigur hans.
- Valdi nemandi skemmdum á hljóðfærum eða eigum skólans ber forráðamanni/nemanda að bæta skaðann
- Nemendum er bannað að lána hljóðfæri sem þeir eru með á leigu. Viðhald hljóðfæris á lánstímanum og skemmdir af völdum slæmrar meðferðar eru á kostnað nemenda.
- Endurteknar fjarvistir geta varðað brottvikningu úr skólanum.
- Nemanda ber að mæta á alla tónleika, tónfundi, samspilstíma og tónfræðatíma sem honum er ætlað.
- Komi nemandi fram opinberlega utan tónlistarskólans skal hann gera það í samráði við tónlistarkennara.
- Snyrtilegur klæðnaður og prúðmennska nemenda skal ávallt viðhöfð á tónleikum skólans.
- Í skólanum má hafa gaman, hlæja, gera mistök og spila af gleði!!!