Undirbúningur er nú kominn á fullt í tónlistarskólanum fyrir komandi skólaár 2019-2020. Móttaka nemenda verður að venju í kjölfar skólasetningar Sandgerðisskóla fimmtudaginn 22. ágúst en kennarar verða einnig í sambandi við nemendur til að setja niður tíma. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.
Það verður mikið um að vera í tónlistarskólanum þetta skólaár; þemadagar í samstarfi við Listaháskóla Íslands, , samspil, hljómsveitarstarf, öflugt kórstarf, mikið um klassískan söng og margt, margt fleira.