Vortónleikar 17. maí
Seinni vortónleikar tónlistarskólans voru haldnir laugardaginn 17. maí. Einnig voru afhent áfangaprófsskírteini og viðurkenningar. Hér má líta nokkrar myndir frá tónleikunum:
Seinni vortónleikar tónlistarskólans voru haldnir laugardaginn 17. maí. Einnig voru afhent áfangaprófsskírteini og viðurkenningar. Hér má líta nokkrar myndir frá tónleikunum:
Seinni vortónleikar tónlistarskólans fara fram á sal Sandgerðisskóla laugardaginn 17. maí kl.10:30. Tónleikarnir eru öllum opnir og allir hjartanlega velkomnir.
Nú líður senn að skólalokum og undirbúningur og skráning er hafin fyrir næsta skólaár 2025-2026. Þeir nemendur sem ætla EKKI að halda áfram þurfa að láta kennara sinn eða skólastjóra vita fyrir 12. maí. Þeir nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám þurfa því ekkert að gera og verða sjálfkrafa skráðir áfram á næsta skólaár. Vortónleikar [...]
Framundan í skólastarfinu er lokaspretturinn. Nú eru samspilsæfingar á fullu og undirbúningur fyrir tvenna vortónleika 14.maí kl.18:00 og 17. maí kl.10:30. Tónleikarnir fara fram á sal Sandgerðisskóla. Einnig verða sameiginlegir klassískir söngtónleikar með Tónlistarskólanum í Garði 20. maí í sal Tónlistarskólans í Garði.
Þessa vikuna þreyta nokkrir nemendur áfangapróf, vorpróf og kennarar vinna námsmat. Þetta er síðasta kennsluvikan fyrir páskafrí en kennsla hefst að páskafríi loknu miðvikudaginn 23. apríl. Áfangaprófin eru gerð í samfloti með Tónlistarskólanum í Garði þar sem prófin fara einnig fram. Eftir páska fer undirbúningur fyrir tvenna vortónleika á fullt, samspils og hljómsveitaræfingar, upptökur og [...]
Skelin – barnamenningarhátíð í Suðurnesjabæ verður haldin í fyrsta sinn dagana 1.-6. apríl 2025. Á hátíðinni verður margt í boði fyrir börn og ungmenni líkt og ratleikur, sundlaugarpartý, óhljóð, ljósabolti, ljóð í lauginni og bingó. Hátíðin er skipulögð í breiðu samstarfi ýmissa stofnana í Suðurnesjabæ og styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja. Nánari upplýsingar má finna hér.
Máfurinn - Tónlistarsmiðja Máfurinn tónlistarsmiðja er ókeypis smiðja hugsuð fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og sköpun. Engin fyrri tónlistarmenntun er nauðsynleg til þátttöku og smiðjan því opin öllum áhugasömum krökkum. Nemendur semja tónverk, fara í spunaleiki og spila bæði saman og fyrir hvert annað á ýmis hljóðfæri. Smiðjan er [...]
Þriðjudaginn 18. mars er starfsdagur kennara. ATH. að einnig er skertur dagur í Sandgerðisskóla. Kennarar hittast saman og m.a. undirbúa lokatörn vorannar, undirbúa próf, samspilsvikur, vortónleika og dagskrá næsta skólaárs.
Hér má finna nýja mennta- og tómstundastefnu Suðurnesjabæjar og aðgerðaáætlun til þriggja ára. Smellið á tenglana hér fyrir neðan: MENNTA & TÓMSTUNDASTEFNA - AÐGERÐARÁÆTLUN
Á öskudag, miðvikudaginn 5. mars er engin kennsla í tónlistarskólanum að venju, en á þessum degi hittast tónlistarkennarar úr tónlistarskólunum á Suðurnesjum og halda sameiginlegan starfsdag.