Frettir

Skólagjöld 2025-2026

10.09.2025|

Varðandi tónlistarskólagjöld fyrir skólaárið 2025-2026 þá verða 6 greiðsluseðlar sendir í heimabanka fyrir skólagjöldum. Þeir verða dagsettir fram í tímann, þrír fyrir áramót & þrír eftir áramót. Hægt verður að velja að greiða einn í einu á gjalddaga eða alla í einu, ef það hentar. Yfirlit yfir skólagjöld má sjá hér á heimasíðu tónlistarskólans. Varðandi [...]

Guðmundur Hjörtur Ákason – Minning

25.08.2025|

Guðmundur Hjörtur Ákason 09.01.1937 – 10.08.2025 Nemandi okkar, Guðmundur Hjörtur Ákason er látinn, 88 ára að aldri. Guðmundur stundaði nám hjá okkur í Tónlistarskóla Sandgerðis frá 2016. Er hann hóf nám hafði hann þegar víðfeðma kunnáttu á altflautu, las nótur og var flinkur spilari. Hann tók námið föstum tökum, æfði sig daglega og stundaði námið [...]

Máfurinn tónlistarsmiðja fyrir 7 – 12 ára

12.06.2025|

Máfurinn tónlistarsmiðja er þriggja daga námskeið fyrir börn á aldrinum 7-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Engin fyrri tónlistarmenntun er nauðsynleg til þátttöku og smiðjan er því opin öllum áhugasömum börnum. Þemað í smiðjunni í ár eru fuglar og náttúruvernd, og tenging þeirra við tónlist. Börnin semja tónverk innblásin af fuglum og [...]

ÓHLJÓÐ! – ókeypis námskeið í raftónlist

06.06.2025|

Óhljóð! Námskeið 16.-21. júní 2025 Ókeypis þátttaka, en nauðsynlegt að bóka tímanlega, takmarkað pláss. Skemmtilegt námskeið í RAFTÓNLIST. Búðu til þitt eigið hljóðfæri! Óhljóð! er raftónlistarsmiðja fyrir ungmenni í Suðurnesjabæ í samstarfi við Tónlistarskólana í Suðurnesjabæ og rannsóknarstofuna iiL. Fyrir ungt fólk á aldrinum 11-18 ára með áhuga á hljóðum og grúski. Opið fyrir alla. [...]

Skráning fyrir næsta skólaár 2025-2026

29.04.2025|

Nú líður senn að skólalokum og undirbúningur og skráning er hafin fyrir næsta skólaár 2025-2026. Þeir nemendur sem ætla EKKI að halda áfram þurfa að láta kennara sinn eða skólastjóra vita fyrir 12. maí. Þeir nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám þurfa því ekkert að gera og verða sjálfkrafa skráðir áfram á næsta skólaár. Vortónleikar [...]

Vortónleikar, samspil o.fl.

28.04.2025|

Framundan í skólastarfinu er lokaspretturinn. Nú eru samspilsæfingar á fullu og undirbúningur fyrir tvenna vortónleika 14.maí kl.18:00 og 17. maí kl.10:30. Tónleikarnir fara fram á sal Sandgerðisskóla.  Einnig verða sameiginlegir klassískir söngtónleikar með Tónlistarskólanum í Garði 20. maí í sal Tónlistarskólans í Garði.