Ný mennta & tómstundastefna Suðurnesjabæjar
Hér má finna nýja mennta- og tómstundastefnu Suðurnesjabæjar og aðgerðaáætlun til þriggja ára. Smellið á tenglana hér fyrir neðan: MENNTA & TÓMSTUNDASTEFNA - AÐGERÐARÁÆTLUN
Hér má finna nýja mennta- og tómstundastefnu Suðurnesjabæjar og aðgerðaáætlun til þriggja ára. Smellið á tenglana hér fyrir neðan: MENNTA & TÓMSTUNDASTEFNA - AÐGERÐARÁÆTLUN
Á öskudag, miðvikudaginn 5. mars er engin kennsla í tónlistarskólanum að venju, en á þessum degi hittast tónlistarkennarar úr tónlistarskólunum á Suðurnesjum og halda sameiginlegan starfsdag.
Mánudaginn 17. febrúar og þriðjudaginn 18. febrúar er vetrarfrí í Tónlistarskólum Suðurnesjabæjar. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 19. febrúar samkvæmt stundaskrá.
Ágætu foreldrar og forráðamenn Vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sem gefin hefur verið út fyrir daginn í dag, miðvikudaginn 5. febrúar, munum við fella niður starf í tónlistarskólunum frá kl. 13:15 í dag. Þessi ráðstöfun er gerð til að tryggja öryggi barna og starfsfólks í ljósi væntanlegra veðuraðstæðna. Við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem þetta kann [...]
Laust er í bassanám í tónlistarskólanum. Nú er um að gera að hrökkva og stökkva og skella sér í bassanám. Námið er fjölbreytt; allskonar stílar kenndir, samspil og hljómsveitir. Hægt er að sækja um hér rafrænt eða hafa samband við skrifstofu í síma 425 3155
Jólafrí hefst 20. desember. Kennsla hefst á nýju ári þriðjudaginn 7. janúar 2025. Gleðilega hátíð!
Vikurnar fyrir jól er mikið um að vera í tónlistarskólanum. Jólatónleikar yngri nemenda verða miðvikudaginn 4. des í bókasafninu kl.17:30. Jólatónleikar eldri nemenda, samspila og hljómsveita verða laugardaginn 7. des á sal Sandgerðisskóla kl.10:30. Athugið að vikurnar fyrir tónleika getur skólastarf riðlast vegna aukaæfinga og undirbúnings fyrir tónleika. Síðustu vikurnar fram að jólum, 9. til [...]
Jólatónleikar yngri nemenda verða haldnir á bókasafninu miðvikudaginn 4. desember kl.17:30
Jólatónleikar eldri/lengra kominna nemenda, hljómsveita & samspila verða laugardaginn 7. desember kl.10:30 á sal Sandgerðisskóla. Allir hjartanlega velkomnir!
Skólakór Sandgerðisskóla byrjaði haustið á því að fara á Landsmót barnakóra í lok september. Landsmótið var fyrir kórbörn í 5.bekk og eldri. Landsmótið var haldið á Hvolsvelli og endaði það með stórum tónleikum á sunnudeginum. Kórinn söng ásamt 11 öðrum barnakórum. Í október söng barnakórinn í fjölskyldumessu í Sandgerðiskirkju. Þann 10.nóvember tekur allur kórinn þátt [...]