Foreldravika og samskiptavika er að hefjast í Tónlistarskóla Sandgerðis. Foreldrum verður boðið að koma með börnum sínum í kennslustund og ræða við kennara. Kennarar verða á næstu dögum í sambandi við foreldra/aðstandendur og setja niður tíma með þeim.