Suðurnesjabær óskar eftir að ráða tónlistarkennara í Tónlistarskólann í Sandgerði. Við leitum að skapandi og drífandi einstaklingi sem elskar tónlist. Um er að ræða 70% starf í gítarkennslu.

Tónlistarskóli Sandgerðis er metnaðarfullur skóli með reynslumiklum, samhentum og dýnamískum kennurum. Mikil áhersla er lögð á hljómsveitarstarf, kórastarf og samleik. Lögð er rík áhersla á samstarf tónlistarskólans og grunnskólans sem er samtengdur tónlistarskólanum

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Tónlistarmenntun, tónlistarkennaramenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.

• Færni til að kenna rytmískt nám sem og klassískt nám á lægri stigum.

• Færni til að sinna meðleik og leiða samspil

• Góð færni í mannlegum samskiptum og samvinnu, jafnt með börnum sem og fullorðnum.

• Góð íslenskukunnátta – talað mál og ritað mál

• Áhugi og metnaður fyrir samstarfi innan skólans og við grunnskóla

• Mikill kostur er að viðkomandi sé virk tónlistarmanneskja í íslensku tónlistarlífi

• Kostur er að viðkomandi hafi lágmarks þekkingu og reynslu af hljóðupptökum og helstu upptökuforritum

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Suðurnesjabær er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru íbúar rúmlega 4.000 talsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag og samanstendur af íbúakjörnunum Garði og Sandgerði. Sveitarfélagið er ört stækkandi en mikil uppbygging er framundan hjá sveitarfélaginu, fjölgun íbúa og spennandi tækifæri til framtíðar á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til og með 9.júlí en ráðið er í stöðuna frá 1.ágúst næstkomandi. Umsókn óskast fyllt út á heimasíðu sveitarfélagsins www.sudurnesjabaer.is og henni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf ásamt kynningarbréf.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldór Lárusson, skólastjóri í Tónlistarskólanum í Sandgerði í gegnum tölvupóst á [email protected]