Öskudagur er sameiginlegur starfsþróunar & endurmenntunardagur með tónlistarskólunum á Suðurnesjum og sitja kennarar þá námskeið í Hljómahöll. Engin kennsla fer fram þann dag.

Dagana 19. og 20. febrúar er vetrarfrí í tónlistarskólanum. 21. febrúar er starfsdagur. Engin kennsla fer fram þessa daga. Kennarar skólans nýta þessa daga til að fara í námsferð til Stokkhólms, heimsækja tvo tónlistarskóla, Lilla Akademin og Konunglega Tónlistarháskólann. Þeir munu kynna sér starfsemi skólanna til að öðlast nýja sýn, kynnast ólíkum aðferðum og markmiðum, skapa tengsl og fá nýjar hugmyndir.