Guðmundur Hjörtur Ákason – Minning
Guðmundur Hjörtur Ákason 09.01.1937 – 09.08.2025 Nemandi okkar, Guðmundur Hjörtur Ákason er látinn, 88 ára að aldri. Guðmundur stundaði nám hjá okkur í Tónlistarskóla Sandgerðis frá 2016. Er hann hóf nám hafði hann þegar víðfeðma kunnáttu á altflautu, las nótur og var flinkur spilari. Hann tók námið föstum tökum, æfði sig daglega og stundaði námið [...]