Fréttir

Guðmundur Hjörtur Ákason – Minning

Guðmundur Hjörtur Ákason 09.01.1937 – 09.08.2025 Nemandi okkar, Guðmundur Hjörtur Ákason er látinn, 88 ára að aldri. Guðmundur stundaði nám hjá okkur í Tónlistarskóla Sandgerðis frá 2016. Er hann hóf nám hafði hann þegar víðfeðma kunnáttu á altflautu, las nótur og var flinkur spilari. Hann tók námið föstum tökum, æfði sig daglega og stundaði námið [...]

25.08.2025|

Máfurinn tónlistarsmiðja fyrir 7 – 12 ára

Máfurinn tónlistarsmiðja er þriggja daga námskeið fyrir börn á aldrinum 7-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Engin fyrri tónlistarmenntun er nauðsynleg til þátttöku og smiðjan er því opin öllum áhugasömum börnum. Þemað í smiðjunni í ár eru fuglar og náttúruvernd, og tenging þeirra við tónlist. Börnin semja tónverk innblásin af fuglum og [...]

12.06.2025|

ÓHLJÓÐ! – ókeypis námskeið í raftónlist

Óhljóð! Námskeið 16.-21. júní 2025 Ókeypis þátttaka, en nauðsynlegt að bóka tímanlega, takmarkað pláss. Skemmtilegt námskeið í RAFTÓNLIST. Búðu til þitt eigið hljóðfæri! Óhljóð! er raftónlistarsmiðja fyrir ungmenni í Suðurnesjabæ í samstarfi við Tónlistarskólana í Suðurnesjabæ og rannsóknarstofuna iiL. Fyrir ungt fólk á aldrinum 11-18 ára með áhuga á hljóðum og grúski. Opið fyrir alla. [...]

06.06.2025|

Skráning fyrir næsta skólaár 2025-2026

Nú líður senn að skólalokum og undirbúningur og skráning er hafin fyrir næsta skólaár 2025-2026. Þeir nemendur sem ætla EKKI að halda áfram þurfa að láta kennara sinn eða skólastjóra vita fyrir 12. maí. Þeir nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám þurfa því ekkert að gera og verða sjálfkrafa skráðir áfram á næsta skólaár. Vortónleikar [...]

29.04.2025|

Vortónleikar, samspil o.fl.

Framundan í skólastarfinu er lokaspretturinn. Nú eru samspilsæfingar á fullu og undirbúningur fyrir tvenna vortónleika 14.maí kl.18:00 og 17. maí kl.10:30. Tónleikarnir fara fram á sal Sandgerðisskóla.  Einnig verða sameiginlegir klassískir söngtónleikar með Tónlistarskólanum í Garði 20. maí í sal Tónlistarskólans í Garði.

28.04.2025|

Prófavika, námsmat og páskafrí

Þessa vikuna þreyta nokkrir nemendur áfangapróf, vorpróf og kennarar vinna námsmat. Þetta er síðasta kennsluvikan fyrir páskafrí en kennsla hefst að páskafríi loknu miðvikudaginn 23. apríl. Áfangaprófin eru gerð í samfloti með Tónlistarskólanum í Garði þar sem prófin fara einnig fram. Eftir páska fer undirbúningur fyrir tvenna vortónleika á fullt, samspils og hljómsveitaræfingar, upptökur og [...]

08.04.2025|