Fréttir

Skelin – Barnamenningarhátíð

Skelin – barnamenningarhátíð í Suðurnesjabæ verður haldin í fyrsta sinn dagana 1.-6. apríl 2025. Á hátíðinni verður margt í boði fyrir börn og ungmenni líkt og ratleikur, sundlaugarpartý, óhljóð, ljósabolti, ljóð í lauginni og bingó. Hátíðin er skipulögð í breiðu samstarfi ýmissa stofnana í Suðurnesjabæ og styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja. Nánari upplýsingar má finna hér.

27.03.2025|

Máfurinn – Tónlistarsmiðja

Máfurinn - Tónlistarsmiðja Máfurinn tónlistarsmiðja er ókeypis smiðja hugsuð fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og sköpun. Engin fyrri tónlistarmenntun er nauðsynleg til þátttöku og smiðjan því opin öllum áhugasömum krökkum. Nemendur semja tónverk, fara í spunaleiki og spila bæði saman og fyrir hvert annað á ýmis hljóðfæri. Smiðjan er [...]

27.03.2025|

Veðurviðvörun – kennsla fellur niður eftir hádegi

Ágætu foreldrar og forráðamenn Vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sem gefin hefur verið út fyrir daginn í dag, miðvikudaginn 5. febrúar, munum við fella niður starf í tónlistarskólunum frá kl. 13:15 í dag. Þessi ráðstöfun er gerð til að tryggja öryggi barna og starfsfólks í ljósi væntanlegra veðuraðstæðna. Við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem þetta kann [...]

05.02.2025|

Dagskrá fram að jólum

Vikurnar fyrir jól er mikið um að vera í tónlistarskólanum. Jólatónleikar yngri nemenda verða miðvikudaginn 4. des í bókasafninu kl.17:30. Jólatónleikar eldri nemenda, samspila og hljómsveita verða laugardaginn 7. des á sal Sandgerðisskóla kl.10:30. Athugið að vikurnar fyrir tónleika getur skólastarf riðlast vegna aukaæfinga og undirbúnings fyrir tónleika. Síðustu vikurnar fram að jólum, 9. til [...]

26.11.2024|