Fréttir

Prófavika, námsmat og páskafrí

Þessa vikuna þreyta nokkrir nemendur áfangapróf, vorpróf og kennarar vinna námsmat. Þetta er síðasta kennsluvikan fyrir páskafrí en kennsla hefst að páskafríi loknu miðvikudaginn 23. apríl. Áfangaprófin eru gerð í samfloti með Tónlistarskólanum í Garði þar sem prófin fara einnig fram. Eftir páska fer undirbúningur fyrir tvenna vortónleika á fullt, samspils og hljómsveitaræfingar, upptökur og [...]

08.04.2025|

Skelin – Barnamenningarhátíð

Skelin – barnamenningarhátíð í Suðurnesjabæ verður haldin í fyrsta sinn dagana 1.-6. apríl 2025. Á hátíðinni verður margt í boði fyrir börn og ungmenni líkt og ratleikur, sundlaugarpartý, óhljóð, ljósabolti, ljóð í lauginni og bingó. Hátíðin er skipulögð í breiðu samstarfi ýmissa stofnana í Suðurnesjabæ og styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja. Nánari upplýsingar má finna hér.

27.03.2025|

Máfurinn – Tónlistarsmiðja

Máfurinn - Tónlistarsmiðja Máfurinn tónlistarsmiðja er ókeypis smiðja hugsuð fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og sköpun. Engin fyrri tónlistarmenntun er nauðsynleg til þátttöku og smiðjan því opin öllum áhugasömum krökkum. Nemendur semja tónverk, fara í spunaleiki og spila bæði saman og fyrir hvert annað á ýmis hljóðfæri. Smiðjan er [...]

27.03.2025|

Veðurviðvörun – kennsla fellur niður eftir hádegi

Ágætu foreldrar og forráðamenn Vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sem gefin hefur verið út fyrir daginn í dag, miðvikudaginn 5. febrúar, munum við fella niður starf í tónlistarskólunum frá kl. 13:15 í dag. Þessi ráðstöfun er gerð til að tryggja öryggi barna og starfsfólks í ljósi væntanlegra veðuraðstæðna. Við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem þetta kann [...]

05.02.2025|