Að þessu sinni voru jólatónleikarnir haldnir á sal grunnskóla Sandgerðis í stað safnaðarheimilisins. Tónleikarnir voru vel sóttir og heppnuðust einstaklega vel. Nemendur stóðu sig af stakri prýði og voru kennurum sínum og sjálfum sér til mikils sóma. Mikil ánægja var meðal gesta, nemenda og kennara með þetta nýja tónleikafyrirkomulag og verður þetta trúlega endurtekið á vortónleikum skólans.