Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir laugardaginn 9. desember á sal Sandgerðisskóla kl.10:30. Mikið verður um hljómsveitaratriði og samleik ásamt nokkrum einleiks og söngatriðum.

Í desember verða einnig tekin upp “Jólakort”. Skólinn hefur komið sér upp aðstöðu þar sem tekin verða upp lög (hljóð og mynd) sem verða nemendum og aðstandendum aðgengileg. Einnig verða stofnanir heimsóttar og leikin jólalög.