Nemendur og kennarar tónlistarskólans eru búnir að vera önnum kafnir við að taka upp jólalög. Útbúin verða svokölluð Jólakort með myndbrotum úr lögum sem birt verða á heimasíðu skólans í næstu viku. Nemendur og aðstandendur þeirra geta svo fengið send atriði sín í fullri lengd. Hér má sjá smá forsmekk af nemendum í söng og gítardeild ásamt kennurum að leika lagið Vindur, já dansaðu vindur.
Lagið er eftir Peter og Nanne Grönvald, texti eftir Kristján Hreinsson
.