Undirbúningur skólastarfs er nú á fullu og hefst kennsla miðvikudaginn 23. ágúst samkvæmt stundaskrá. Kennarar verða í sambandi við nemendur og/eða forráðaaðila og setja niður tíma í næstu viku.

Laus pláss eru í söngnám, bæði rytmískan/pop/jazz og klassískan söng. Einnig er laust á þverflautu, klarinett og saxófón.