Vikuna 3.-8. júní er opið fyrir nýjar umsóknir fyrir næsta haust í tónlistarskólann. Einfaldast er að sækja um rafrænt hér:  https://www.schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=15. Einnig er hægt að koma við á skrifstofu skólans og fylla út umsókn.

Athugið: fyrir þá nemendur sem stunduðu nám síðasta skólaár og ætla að halda áfram. Ef þú átt eftir að staðfesta áframhaldandi nám þarf að gera það sem allra fyrst til að tryggja pláss næsta haust. Eftir 8.júní 2019 fá nýjar umsóknir forgang.