Síðasti formlegi kennsludagur í tónlistarskólanum er föstudagurinn 17.maí. Síðasta vikan fer í undirbúning og æfingar fyrir skólaslit/vortónleika. Nemendur eiga von á að vera kallaðir inn á aukaæfingar vegna samspils og hljómsveitaratriða sem verða allsráðandi á vortónleikunum.

Vortónleikar/skólaslit fara fram laugardaginn 25.maí kl.10:30 í sal Sandgerðisskóla. Tónleikarnir taka rúma klukkustund og 15 mín. Mikið verður um hljómsveitaratriði, söng og samspil. Við lofum skemmtilegum tónleikum og allir eru hjartanlega velkomnir!