Kennsla hefst með venjulegu sniði þriðjudaginn 6. apríl.
Helstu breytingar eru þær að nú gildir tveggja metra regla milli starsfólks og milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímu verði tveggja metra reglu ekki viðkomið. Grunnskólanemar eru undanþegnir grímuskyldu og tveggja metra reglu sín á milli.
Nemendur á framhaldsskólaaldri og eldri skulu virða tveggja metra reglu ellegar nota grímu.
Forráðamenn og utanaðkomandi gestir eru ekki heimilir í skólann nema brýnt sé.
Viðburðir (tónleikar o.s.frv.) nemenda fæddir 2005 og síðar (grunn og leikskólaaldur) eru heimilir án áhorfenda.
Varðandi viðburði eldri nemenda fæddir 2004 og fyrr gildir sama og um sviðslistir s.s. ekki heimilir.
Reglugerð gildir til 15.apríl