Þorbjörg Bragadóttir lætur nú af störfum hjá Tónlistarskóla Sandgerðis eftir 18 ára starf. Þorbjörg hefur kennt á málmblásturshljóðfæri við skólann síðan 1. september 2003 og hafa ófáir nemendur notið leiðsagnar hennar. Við þökkum Þorbjörgu innilega fyrir samstarfið og óskum henni alls hins besta um ókomna tíð.

Myndin af Þorbjörgu er tekin á vortónleikum tónlistarskólans 24. maí 2019 en þar lék hún á Súsafón skólans. Þess er gaman að geta að þetta er einmitt sá sami Súsafónn og notaður var í kvikmyndinni “Kona fer í stríð” eftir Benedikt Erlingsson og er því heimsfrægur!