Tónlistarskóli Sandgerðis auglýsir eftir píanókennara.

Laus er staða píanókennara við Tónlistarskóla Sandgerðis. Um er að ræða ca. 80% stöðu frá og með 1.ágúst 2018.

Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum á öllum aldri  upp að framhaldsstigi að lágmarki.  Við leytum að áhugasömum einstakling sem er lifandi og sýnir frumkvæði í starfi. Tónlistarskóli Sandgerðis er öflugur skóli þar sem mikil áhersla er lögð á samspil ýmisskonar og lifandi skólastarf á öllum sviðum.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldór Lárusson í síma 420 7580 eða netfang [email protected].

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á skólastjóra, Halldór Lárusson: [email protected]