Gleðilegt nýtt ár! – Skólabyrjun 2026
Starfsfólk Tónlistarskóla Sandgerðis óskar nemendum og bæjarbúum öllum gleðilegs nýs árs! Kennsla hefst þriðjudaginn 6. janúar 2026 samkvæmt stundaskrá.
Starfsfólk Tónlistarskóla Sandgerðis óskar nemendum og bæjarbúum öllum gleðilegs nýs árs! Kennsla hefst þriðjudaginn 6. janúar 2026 samkvæmt stundaskrá.
Eftir vel heppnaða jólatónleika 5. & 6. desember og heimsókn í Miðhús fimmtudaginn 11. desember þá verður nóg um að vera síðustu vikuna fyrir jólafrí: 14. des Skólakórinn syngur í Sandgerðiskirkju 15. des. Samspilsæfingar 17. des Garðvangur kl.14:00 - dagdvöl aldraðra heimsótt og leikið fyrir gesti 17. des "Inn með gleði & frið" á bókasafninu [...]
Það er mikið um að vera í tónlistarskólanum. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir jólatónleika skólans sem haldnir verða á sal Sandgerðisskóla 5. & 6. desember. Skólinn er nú búinn að eignast glænýjan Kawai GL 30 flygil sem gjörbreytir kennsluaðstöðu til hins betra. Þetta eru tímamót hjá Tónlistarskóla Sandgerðis sem fagnar 45 ára afmæli á [...]
Tvennir jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir föstudaginn 5. desember kl.17:30 og laugardaginn 6. desember kl.10:30. Báðir tónleikarnir verða haldnir á sal Sandgerðisskóla. Allir hjartanlega velkomnir!
Haustfri verður í tónlistarskólanum og lögbundin stytting vinnuviku tónlistarkennara frá og með fimmtudeginum 16. október til og með mánudagsins 20. október. Engin kennsla fer fram þá daga. Kennsla hefst þriðjudaginn 21. október að haustfríi loknu.
Athugið að hefðbundin kennsla verður í tónlistarskólanum í næstu viku, 29. sept - 3. okt. þrátt fyrir tvo skerta kennsludaga í Sandgerðisskóla.
Varðandi tónlistarskólagjöld fyrir skólaárið 2025-2026 þá verða 6 greiðsluseðlar sendir í heimabanka fyrir skólagjöldum. Þeir verða dagsettir fram í tímann, þrír fyrir áramót & þrír eftir áramót. Hægt verður að velja að greiða einn í einu á gjalddaga eða alla í einu, ef það hentar. Yfirlit yfir skólagjöld má sjá hér á heimasíðu tónlistarskólans. Varðandi [...]
Guðmundur Hjörtur Ákason 09.01.1937 – 10.08.2025 Nemandi okkar, Guðmundur Hjörtur Ákason er látinn, 88 ára að aldri. Guðmundur stundaði nám hjá okkur í Tónlistarskóla Sandgerðis frá 2016. Er hann hóf nám hafði hann þegar víðfeðma kunnáttu á altflautu, las nótur og var flinkur spilari. Hann tók námið föstum tökum, æfði sig daglega og stundaði námið [...]
Kennsla hefst í Tónlistarskóla Sandgerðis mánudaginn 25. ágúst. Dagana 20. - 25. ágúst verða kennarar í sambandi við nemendur/aðstandendur til að setja niður tíma.
Máfurinn tónlistarsmiðja er þriggja daga námskeið fyrir börn á aldrinum 7-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Engin fyrri tónlistarmenntun er nauðsynleg til þátttöku og smiðjan er því opin öllum áhugasömum börnum. Þemað í smiðjunni í ár eru fuglar og náttúruvernd, og tenging þeirra við tónlist. Börnin semja tónverk innblásin af fuglum og [...]