Frettir

Kennsla að hefjast í tónlistarskólanum

15.08.2023|

Undirbúningur skólastarfs er nú á fullu og hefst kennsla miðvikudaginn 23. ágúst samkvæmt stundaskrá. Kennarar verða í sambandi við nemendur og/eða forráðaaðila og setja niður tíma í næstu viku. Laus pláss eru í söngnám, bæði rytmískan/pop/jazz og klassískan söng. Einnig er laust á þverflautu, klarinett og saxófón.

Skólaslit – Skráning fyrir næsta skólaár

27.05.2023|

Skólaslit og vortónleikar fóru fram 20. maí á sal Sandgerðisskóla. Kennslu fyrir þetta skólaár er nú lokið og óskum við nemendum og aðstandendum gleðilegs sumars og þökkum fyrir viðburðaríkan og gefandi vetur. Lokadagur endurskráningar (staðfesting á áframhaldandi námi) er 31. maí.  Eftir það taka nýskráningar við. Kennsla hefst að nýju skólaárið 2023-2024 þann 23. ágúst

Listasmiðja 12. og 13. maí

13.05.2023|

Listasmiðja var haldin dagana 12. og 13. maí á vegum “List fyrir alla” verkefnisins og Listaháskóla Íslands. Tveir nemendur úr listkennsludeild LHÍ, þeir Andrés Þór Gunnlaugsson og Hilmar Jensson sem einnig eru landskunnir tónlistarmenn stýrðu smiðjunni en nemendur sem komu úr báðum tónlistarskólum Suðurnesjabæjar sömdu heil þrjú lög og æfðu eitt tökulag sem þau fluttu [...]

Tónlistarskóli Sandgerðis auglýsir eftir tónlistarkennurum

17.04.2023|

Klassískur píanókennari óskast í 40-50% stöðu auk þess að sinna meðleik og fleiri greinum. Rytmískur píanókennari óskast í 40-50% stöðu Tónlistarskóli Sandgerðis er öflugur, lifandi tónlistarskóli þar sem ríkir góður andi. Skólinn leggur áherslu á lifandi, fjölbreytt starf sem er sýnilegt í samfélaginu. Blómlegt hljómsveita, samleiks og kórastarf er innan skólans. Leitað er eftir áhugasömum [...]

Tónlistarskólinn með tónlistaratriði við borgaralega fermingu

15.04.2023|

Laugardaginn 15. apríl fór fram borgaraleg ferming á sal Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Tónlistarskóli Sandgerðis var beðinn um að sjá um tónlistaratriði og var það Theodór Elmar píanónemandi sem lék við hátíðlega athöfn. Hann lék lagið Kvöldsigling eftir Gísla Helgason og var sjálfum sér og tónlistarskólanum til mikils sóma.