Mánudagurinn 1. maí – Frídagur í tónlistarskólanum
Mánudaginn 1. maí er verkalýðsdagurinn og almennur frídagur. Engin kennsla fer fram þann dag.
Mánudaginn 1. maí er verkalýðsdagurinn og almennur frídagur. Engin kennsla fer fram þann dag.
Starfsfólk tónlistarskólans óskar nemendum og bæjarbúum öllum gleðilegs sumars! Við minnum á að opið er fyrir skráningar fyrir næsta skólaár. Umsóknir má finna hér
Tónlistarskólinn býður uppá fiðlunám næsta skólaár. Opið fyrir umsóknir: https://issudurnesjabaer.speedadmin.dk/registration#/courselist/3
Klassískur píanókennari óskast í 40-50% stöðu auk þess að sinna meðleik og fleiri greinum. Rytmískur píanókennari óskast í 40-50% stöðu Tónlistarskóli Sandgerðis er öflugur, lifandi tónlistarskóli þar sem ríkir góður andi. Skólinn leggur áherslu á lifandi, fjölbreytt starf sem er sýnilegt í samfélaginu. Blómlegt hljómsveita, samleiks og kórastarf er innan skólans. Leitað er eftir áhugasömum [...]
Laugardaginn 15. apríl fór fram borgaraleg ferming á sal Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Tónlistarskóli Sandgerðis var beðinn um að sjá um tónlistaratriði og var það Theodór Elmar píanónemandi sem lék við hátíðlega athöfn. Hann lék lagið Kvöldsigling eftir Gísla Helgason og var sjálfum sér og tónlistarskólanum til mikils sóma.
Páskafrí hefst mánudaginn 3. apríl og stendur til og með mánudagsins 10. apríl. Kennsla hefst að páskafríi loknu þriðjudaginn 11. apríl. Gleðilega páska!
Öskudagur, miðvikudagurinn 22. febrúar er sameiginlegur starfsdagur tónlistarskólanna á Suðurnesjum, TónSuð. Engin kennsla fer fram í tónlistarskólunum þann dag. ATH: Fimmtudaginn 23. febrúar er engin kennsla í tónlistarskólanum.
Gangatónleikar - Opið Hús verður í tónlistarskólanum laugardaginn 4. febrúar kl.11. Nemendur leika á göngum og í kennslustofum. Allir eru hjartanlega velkomnir og boðið verður upp á kaffi og kleinur. Gestum er einnig velkomið að prófa hljóðfæri, kynna sér starfsemina og skoða húsakynni skólans. Tónleikarnir eru í tilefni dags tónlistarskólanna sem er 7. febrúar
Tónlistarskólinn óskar nemendum, aðstandendum og bæjarbúum öllum gleðilegs nýs árs! Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. janúar
Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir á sal Sandgerðisskóla laugardaginn 17. desember kl. 10:30. Allir hjartanlega velkomnir! Jólaleyfi hefst þriðjudaginn 20. desember. Kennsla hefst á nýju ári miðvikudaginn 4. janúar.