Frettir

Skólahald hefst þriðjudaginn 6. apríl

05.04.2021|

Kennsla hefst með venjulegu sniði þriðjudaginn 6. apríl. Helstu breytingar eru þær að nú gildir tveggja metra regla milli starsfólks og milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímu verði tveggja metra reglu ekki viðkomið. Grunnskólanemar eru undanþegnir grímuskyldu og tveggja metra reglu sín á milli. Nemendur á framhaldsskólaaldri og eldri skulu virða tveggja metra [...]

Árshátíð Sandgerðisskóla

18.03.2021|

Nemendur og kennarar tónlistarskólans unnu hörðum höndum að árshátíðar atriðum með nemendum og kennurum Sandgerðisskóla en árshátíðin fór fram miðvikudaginn 17.mars í sal Sandgerðisskóla.  Hér má sjá klippta útgáfu af árshátíðinni en þemað í ár var ferill Bubba Morthens. https://youtu.be/QWcZcnIPt0Y

Prófavika, árshátíð og páskafrí framundan

11.03.2021|

Vikuna 22. - 26. mars þreyta nemendur vorpróf í tónlistarskólanum. Engin hefðbundin kennsla verður þá viku né tónfræðikennsla. Nemendur tónlistarskólans eru nú  á fullu við að aðstoða við árshátíð Sandgerðisskóla en þemað að þessu sinni er Bubbi Morthens. Nemendur tónlistarskólans sjá um undirleik og kennarar um utanumhald æfinga og útsetningar. Páskafrí hefst 27. mars og [...]

Hvað skiptir mestu máli í góðum tónlistarskóla?

22.02.2021|

Skólaárið 2020-2021 verður unnið að gerð nýrrar fræðslu- og frístundastefnu fyrir Suðurnesjabæ. Vinna stýrihóps hófst á haustmánuðum og er áætlað að henni ljúki í júní 2021. Óskað er eftir hugmyndum að áhersluþáttum stefnunnar og eru allir íbúar, starfsmenn og aðrir hagsmunaaðilar hvattir til að deila hugmyndum með því t.d. að senda tölvupóst á [email protected] eða [...]

Gleðilegt ár!

31.12.2020|

Starfsfólk Tónlistarskóla Sandgerðis óskar nemendum, aðstandendum og bæjarbúum öllum gleðilegs nýs árs! Við vonum að nýja árið verði ár tækifæra, sköpunar og nýjunga. Við höldum áfram að efla tónlistarmenntun og tónlistarlíf bæjarins. Okkur hlakkar mikið til að hitta nemendur á nýju ári og takast á við ný og spennandi verkefni. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn [...]

Jólakort nr.3 frá Tónlistarskóla Sandgerðis

17.12.2020|

Þá er komið að þriðja og síðasta jólakorti frá nemendum og kennurum tónlistarskólans. Starfsfólk tónlistarskólans þakkar fyrir frábæra haustönn sem hefur verið lærdómsrík, á köflum erfið vegna Covid en umfram allt uppfull af nýjungum, lærdómi og skemmtilegum verkefnum. Gleðilega hátíð! https://vimeo.com/492121074

Jólakort nr.1 frá Tónlistarskóla Sandgerðis

14.12.2020|

Þar sem engir hefðbundnir jólatónleikar verða í ár þá hafa nemendur og kennarar tónlistarskólans útbúið þrjú "Jólakort" þar sem nemendur leika listir sínar. Hér kemur Jólakort nr.1 Starfsfólk óskar nemendum, aðstandendum og íbúum Suðurnesjabæjar gleðilegrar hátíðar! https://vimeo.com/490678968