tonlistarskolinn

About Tónlistarskóli Sandgerðis

This author has not yet filled in any details.
So far Tónlistarskóli Sandgerðis has created 141 blog entries.

Júlíus Viggó og Haukur sigruðu Hljóðnemann

08.02.2019|

Við erum glöð og stolt að segja frá því að tveir nemendur Tónlistarskóla Sandgerðis, þeir Júlíus Viggó Ólafsson og Haukur Arnórsson sigruðu undankeppni Hljóðnemans sem fram fór í Fjölbrautarskóla Suðurnesja fimmtudaginn 7. febrúar. Innilega til hamingju drengir! (Ljósmyndir fengar að láni af facebook síðu Nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurnesja)

Jólafrí

12.12.2018|

Síðasti kennsludagur fyrir jólafrí er fimmtudagurinn 20.desember.  Kennsla hefst að jólafríi loknu föstudaginn 4.janúar samkvæmt stundaskrá. Tónlistarskólinn óskar nemendum og bæjarbúum öllum gleðilegrar hátíðar! (Ljósmynd fengin góðfúslega að láni af veraldarvefnum. Ljósmyndari ókunnur. Ábendingar vel þegnar)

Jólatónleikar 2018 – Takk fyrir komuna!

10.12.2018|

Að þessu sinni voru jólatónleikarnir haldnir á sal grunnskóla Sandgerðis í stað safnaðarheimilisins. Tónleikarnir voru vel sóttir og heppnuðust einstaklega vel. Nemendur stóðu sig af stakri prýði og voru kennurum sínum og sjálfum sér til mikils sóma. Mikil ánægja var meðal gesta, nemenda og kennara með þetta nýja tónleikafyrirkomulag og verður þetta trúlega endurtekið á [...]

Jólatónleikar 8.des – í sal grunnskólans

02.12.2018|

Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir laugardaginn 8.desember kl. 10:30. Að þessu sinni verður sú nýbreytni að tónleikarnir verða haldnir í sal grunnskólans.  Tónleikarnir taka u.þ.b. 1 klst. Mikið verður um samleik og hljómsveitaratriði og lofa nemendur og kennarar skólans hinum skemmtilegustu tónleikum. Allir hjartanlega velkomnir!