Öskudagur – Starfsdagur
Á öskudag, miðvikudaginn 6.mars er starfsdagur kennara og því engin kennsla í tónlistarskólanum. Ljósmynd fengin að láni frá Iceland Magasine/ljósmynd: Valli
Á öskudag, miðvikudaginn 6.mars er starfsdagur kennara og því engin kennsla í tónlistarskólanum. Ljósmynd fengin að láni frá Iceland Magasine/ljósmynd: Valli
Við erum glöð og stolt að segja frá því að tveir nemendur Tónlistarskóla Sandgerðis, þeir Júlíus Viggó Ólafsson og Haukur Arnórsson sigruðu undankeppni Hljóðnemans sem fram fór í Fjölbrautarskóla Suðurnesja fimmtudaginn 7. febrúar. Innilega til hamingju drengir! (Ljósmyndir fengar að láni af facebook síðu Nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurnesja)
Örtónfundur/nemendatónleikar verða á mánudaginn 21.janúar kl.17:00 í stofu 4 í tónlistarskólanum. Stuttir tónleikar, ca. 20 mín Allir hjartanlega velkomnir!
Síðasti kennsludagur fyrir jólafrí er fimmtudagurinn 20.desember. Kennsla hefst að jólafríi loknu föstudaginn 4.janúar samkvæmt stundaskrá. Tónlistarskólinn óskar nemendum og bæjarbúum öllum gleðilegrar hátíðar! (Ljósmynd fengin góðfúslega að láni af veraldarvefnum. Ljósmyndari ókunnur. Ábendingar vel þegnar)
Að þessu sinni voru jólatónleikarnir haldnir á sal grunnskóla Sandgerðis í stað safnaðarheimilisins. Tónleikarnir voru vel sóttir og heppnuðust einstaklega vel. Nemendur stóðu sig af stakri prýði og voru kennurum sínum og sjálfum sér til mikils sóma. Mikil ánægja var meðal gesta, nemenda og kennara með þetta nýja tónleikafyrirkomulag og verður þetta trúlega endurtekið á [...]
Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir laugardaginn 8.desember kl. 10:30. Að þessu sinni verður sú nýbreytni að tónleikarnir verða haldnir í sal grunnskólans. Tónleikarnir taka u.þ.b. 1 klst. Mikið verður um samleik og hljómsveitaratriði og lofa nemendur og kennarar skólans hinum skemmtilegustu tónleikum. Allir hjartanlega velkomnir!
Vikuna 26. - 30.nóvember verður samspilsvika í tónlistarskóanum. Trúlega verður eitthvert rask á kennslutímum vegna þessa enda mikið af æfingum fyrir verkefnin framundan; tendrun jólatrés 2. desember, jólatónleikar 8. desember og aðventuhátíð 16.desember.
Nemendatónleikar verða haldnir á bókasafni Sandgerðis kl. 17:00, mánudaginn 15.október. Nemendur leika lög úr ýmsum áttum og eru allir bæjarbúar hjartanlega velkomnir. Tónleikarnir standa í um 35 mín.
Foreldravika og samskiptavika er að hefjast í Tónlistarskóla Sandgerðis. Foreldrum verður boðið að koma með börnum sínum í kennslustund og ræða við kennara. Kennarar verða á næstu dögum í sambandi við foreldra/aðstandendur og setja niður tíma með þeim.