Fréttir

Vortónleikar – Skólaslit 20. maí

Vortónleikar tónlistarskólans verða haldnir í safnaðarheimili Sandgerðis laugardaginn 20. maí kl.10:30. Í lok tónleika verða vitnisburðir og einkunnir afhentar og skóla slitið. Tónleikarnir taka rétt um 1.klst. og verður mikið um fjölbreytt samspilsatriði. Allir bæjarbúar eru hjartanlega velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta.

10.05.2017|

Gangatónleikar 18. febrúar – Dagur tónlistarskólanna

Dagur Tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 18. febrúar. Þá verða haldnir gangatónleikar í tónlistarskólanum frá kl.11:00 – kl. 12.00. Nemendur leika út um allan skóla og er gestum boðið að koma og hlusta og þiggja léttar veitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir!

05.02.2017|