Fréttir

Tónlistarskólinn með tónlistaratriði við borgaralega fermingu

Laugardaginn 15. apríl fór fram borgaraleg ferming á sal Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Tónlistarskóli Sandgerðis var beðinn um að sjá um tónlistaratriði og var það Theodór Elmar píanónemandi sem lék við hátíðlega athöfn. Hann lék lagið Kvöldsigling eftir Gísla Helgason og var sjálfum sér og tónlistarskólanum til mikils sóma.

15.04.2023|

Gangatónleikar 4. feb kl.11 – Dagur Tónlistarskólanna

Gangatónleikar - Opið Hús verður í tónlistarskólanum laugardaginn 4. febrúar kl.11. Nemendur leika á göngum og í kennslustofum. Allir eru hjartanlega velkomnir og boðið verður upp á kaffi og kleinur. Gestum er einnig velkomið að prófa hljóðfæri, kynna sér starfsemina og skoða húsakynni skólans. Tónleikarnir eru í tilefni dags tónlistarskólanna sem er 7. febrúar

17.01.2023|

Heimsókn í tónlistarkóla í Stokkhólmi

Halldór skólastjóri brá sér í stutta heimsókn til Stokkhólms til að kynna sér starfsemi tveggja tónlistarskóla og uppbyggingu tónlistarnáms í Svíþjóð. Konunglegi tónlistarháskólinn (Kungliga Musik Högskolan) og Lilla Akademin sem er tónlistar grunn og menntaskóli voru heimsóttir. Það var mikið spjallað, skoðað og skipst á upplýsingum og var heimsóknin bæði afar gagnleg og upplýsandi. Fleir [...]

31.10.2022|

Haustfrí 17. og 18. október

Mánudaginn 17. október og þriðjudaginn 18. október er haustfrí í Tónlistarskólanum. Ath. að hefðbundin kennsla fer fram fimmtudaginn 13. og föstudaginn 14. október sem eru starfsdagar í grunnskólanum. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 19. október samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans vona að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.

11.10.2022|

Ráðstefna tónlistarkennara – Starfsdagar 8. & 9. september

Starfsdagar verða fimmtudaginn 8. september og föstudaginn 9. september. Engin kennsla fer fram þá daga. Tónlistarkennarar landsins sitja þá ráðstefnu og vinnustofur í Hörpu um tónlistarkennslu. Ráðstefnan er haldin á vegum fagfélaga tónlistarkennara á Íslandi - FÍH og FT, Listaháskóla Íslands og STS - Samtaka Tónlistarskólastjóra.

05.09.2022|