Vorpistill 2018
Nú þegar skóla er lokið og nemendur horfnir á vit ævintýra sumarsins er gott að líta til baka yfir nýlokið skólaár. Skólaárið 2017-2018 var um margt sérstakt hjá okkur í Tónlistarskóla Sandgerðis. Þetta var síðasta skólaárið fyrir sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis og starfið hjá okkur í vetur hefur einkennst af miklu og kraftmiklu hljómsveitarstarfi, [...]