Frettir

Jólafrí

12.12.2018|

Síðasti kennsludagur fyrir jólafrí er fimmtudagurinn 20.desember.  Kennsla hefst að jólafríi loknu föstudaginn 4.janúar samkvæmt stundaskrá. Tónlistarskólinn óskar nemendum og bæjarbúum öllum gleðilegrar hátíðar! (Ljósmynd fengin góðfúslega að láni af veraldarvefnum. Ljósmyndari ókunnur. Ábendingar vel þegnar)

Jólatónleikar 2018 – Takk fyrir komuna!

10.12.2018|

Að þessu sinni voru jólatónleikarnir haldnir á sal grunnskóla Sandgerðis í stað safnaðarheimilisins. Tónleikarnir voru vel sóttir og heppnuðust einstaklega vel. Nemendur stóðu sig af stakri prýði og voru kennurum sínum og sjálfum sér til mikils sóma. Mikil ánægja var meðal gesta, nemenda og kennara með þetta nýja tónleikafyrirkomulag og verður þetta trúlega endurtekið á [...]

Jólatónleikar 8.des – í sal grunnskólans

02.12.2018|

Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir laugardaginn 8.desember kl. 10:30. Að þessu sinni verður sú nýbreytni að tónleikarnir verða haldnir í sal grunnskólans.  Tónleikarnir taka u.þ.b. 1 klst. Mikið verður um samleik og hljómsveitaratriði og lofa nemendur og kennarar skólans hinum skemmtilegustu tónleikum. Allir hjartanlega velkomnir!

Vorpistill 2018

03.06.2018|

Nú þegar skóla er lokið og nemendur horfnir á vit ævintýra sumarsins er gott að líta til baka yfir nýlokið skólaár. Skólaárið 2017-2018 var um margt sérstakt hjá okkur í Tónlistarskóla Sandgerðis. Þetta var síðasta skólaárið fyrir sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis og starfið hjá okkur í vetur hefur einkennst af miklu og kraftmiklu hljómsveitarstarfi, [...]

Tónlistarskólinn auglýsir eftir píanókennara

13.05.2018|

Tónlistarskóli Sandgerðis auglýsir eftir píanókennara. Laus er staða píanókennara við Tónlistarskóla Sandgerðis. Um er að ræða ca. 80% stöðu frá og með 1.ágúst 2018. Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum á öllum aldri  upp að framhaldsstigi að lágmarki.  Við leytum að áhugasömum einstakling sem er lifandi og sýnir frumkvæði í starfi. Tónlistarskóli Sandgerðis er öflugur [...]