Nemendatónleikar á bókasafni 15.okt kl.17:00
Nemendatónleikar verða haldnir á bókasafni Sandgerðis kl. 17:00, mánudaginn 15.október. Nemendur leika lög úr ýmsum áttum og eru allir bæjarbúar hjartanlega velkomnir. Tónleikarnir standa í um 35 mín.
Nemendatónleikar verða haldnir á bókasafni Sandgerðis kl. 17:00, mánudaginn 15.október. Nemendur leika lög úr ýmsum áttum og eru allir bæjarbúar hjartanlega velkomnir. Tónleikarnir standa í um 35 mín.
Foreldravika og samskiptavika er að hefjast í Tónlistarskóla Sandgerðis. Foreldrum verður boðið að koma með börnum sínum í kennslustund og ræða við kennara. Kennarar verða á næstu dögum í sambandi við foreldra/aðstandendur og setja niður tíma með þeim.
Nú þegar skóla er lokið og nemendur horfnir á vit ævintýra sumarsins er gott að líta til baka yfir nýlokið skólaár. Skólaárið 2017-2018 var um margt sérstakt hjá okkur í Tónlistarskóla Sandgerðis. Þetta var síðasta skólaárið fyrir sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis og starfið hjá okkur í vetur hefur einkennst af miklu og kraftmiklu hljómsveitarstarfi, [...]
Vortónleikar/skólaslit verða í safnaðarheimilinu laugardaginn 26. maí kl.10:30 Allir hjartanlega velkomnir!
Tónlistarskóli Sandgerðis auglýsir eftir píanókennara. Laus er staða píanókennara við Tónlistarskóla Sandgerðis. Um er að ræða ca. 80% stöðu frá og með 1.ágúst 2018. Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum á öllum aldri upp að framhaldsstigi að lágmarki. Við leytum að áhugasömum einstakling sem er lifandi og sýnir frumkvæði í starfi. Tónlistarskóli Sandgerðis er öflugur [...]
Barnakórinn í Sandgerði fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir og ætlar að fagna með vor & afmælistónleikum í safnaðarheimilinu miðvikudaginn 2.maí kl.18:00. Létt og fjölbreytt dagskrá. Afmælisterta djús og kaffi í boði að tónleikum loknum. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.
♫ Prófavika 2018 ♪♪ Í næstu viku, dagana 16.- 20. apríl þreyta nemendur próf. Athugið að engin hefðbundin kennsla fer fram þá vikuna og hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 23.apríl.
Páskafrí verður í tónlistarskólanum frá 24. mars til og með 2. apríl. Þriðjudaginn 3. apríl verður sameiginlegur starfsdagur kennara í skólanum ásamt kennurum tónlistarskólans í Garði og því fellur öll kennsla niður. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. apríl. Gleðilega páska!
Nemendatónleikar verða haldnir í húsnæði skólans næstkomandi mánudag, 12.mars kl.18:00. Allir hjartanlega velkomnir!
Dagur Tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 17.febrúar með gangatónleikum í Tónlistarskóla Sandgerðis. Tónleikarnir hefjast kl.11:00. Allir eru hjartanlega velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar.