Fréttir

Undirbúningur fyrir vortónleika/skólaslit

Vortónleikar & skólaslit verða laugardaginn 25.maí kl.10:30 í sal Sandgerðisskóla. Undirbúningur er hafinn og eru samspilssæfingar á fullu þessa dagana. Síðustu vikurnar erum við með nánast allan fókus á samspilum og að hafa gaman í skólanum og lofum við sérstaklega glæsilegum vortónleikum!  

2019-05-06T13:14:06+00:0006.05.2019|

Benedikt Brynleifsson með masterclass/sýnikennslu 21. mars

Trommuleikarinn landsfrægi Benedikt Brynleifsson verður með masterclass/sýnikennslu í boði tónlistarskólanna í Suðurnesjabæ, fimmtudaginn 21. mars kl.17:30. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Viðburðurinn fer fram í Sæborg, sal tónlistarskólans í Garði, Garðbraut 69a. Benedikt er eftirsóttur trommuleikari á Íslandi og hefur m.a. leikið með Mannakornum, Todmobile, Páli Óskari, Friðrik Ómari, KK, 200.000 Naglbítum og [...]

2019-03-13T13:56:40+00:0013.03.2019|

Kaffihúsakvöld á bókasafni 14.mars kl.17:30

Nemendatónleikar/Kaffihúsakvöld verður haldið á bókasafni Sandgerðis fimmtudaginn 14.mars kl.17:30. Nemendur og samspilssveitir skólans munu leika á bókasafninu fyrir gesti og gangandi. Rjúkandi heitt kaffi verður á könnunni sem og meðlæti. Allir hjartanlega velkomnir!

2019-03-07T14:44:04+00:0007.03.2019|

Júlíus Viggó og Haukur sigruðu Hljóðnemann

Við erum glöð og stolt að segja frá því að tveir nemendur Tónlistarskóla Sandgerðis, þeir Júlíus Viggó Ólafsson og Haukur Arnórsson sigruðu undankeppni Hljóðnemans sem fram fór í Fjölbrautarskóla Suðurnesja fimmtudaginn 7. febrúar. Innilega til hamingju drengir! (Ljósmyndir fengar að láni af facebook síðu Nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurnesja)

2019-02-08T11:14:24+00:0008.02.2019|
Go to Top